Vill sameina Tónskóla Fjallabyggðar og Dalvíkurbyggðar

Merki Tónskóla Fjallabyggðar
Merki Tónskóla Fjallabyggðar
Á fundi fræðslu- og frístundanefndar Fjallabyggðar þann 28. ágúst sl. gerði Magnús Ólafsson skólastjóri Tónskóla Fjallabyggðar grein fyrir starfsemi skólans. 
Lagt var fram skóladagatal 2014 - 2015 sem er nú samræmt í fyrsta sinni á milli tónskóla, grunnskóla og leikskóla Fjallabyggðar og Dalvíkurbyggðar.  Um síðustu áramót var tekið upp samstarf við Dalvíkurbyggð um að Magnús gengdi jafnframt stöðu skólastjóra við Tónlistarskóla Dalvíkur. Er þetta fyrirkomulag til reynslu í eitt ár.  Magnús lýsti þeirri skoðun sinni á fundinum að sameina eigi tónskóla bæjarfélaganna undir einn hatt.

Fundargerð fræðslu- og frístundanefndar má lesa hér.