Vilja Listhúsið í Ólafsfirði undir félagsmiðstöð

Listhúsið í Ólafsfirði
Listhúsið í Ólafsfirði

Líkt og greint var frá hér á heimasíðunni um daginn hefur Ungmennaráð Fjallabyggðar tekið til starfa eftir nokkurt hlé. Í gær var fundur í ráðinu og var m.a. rætt um afþreyingu fyrir unglinga, framtíðarhúsnæði fyrir félagsmiðstöðina Neon, kvikmyndasýningar í Tjarnarborg, líkamsræktaraðstöðu bæði á Siglufirði og í Ólafsfirði, unglingastarf í hestamannafélögum ofl.

Varðandi framtíðarhúsnæði fyrir félagsmiðstöðina bendir ráðið á að Listhúsið í Ólafsfirði sé til sölu og gæti það verið hentugt undir starfsemi félagsmiðstöðvarinnar.

Ljóst er að nýtt Ungmennaráð ætlar að koma inn með krafti og verður gaman að fylgjast með störfum þess í vetur.


Fundargerð frá fundinum í gær er nú aðgengileg á heimasíðunni.