Viðvera - sýning í Tjarnarborg

Sjö alþjóðlegir listamenn sem dvalið hafa í Listhúsinu Ólafsfirði mun vera með sýningu á verkum sýnum í Tjarnarborg dagana 13. - 16. apríl nk. Opið verður á milli kl. 15:00 - 18:00.

Sýningin ber nafnið Viðvera og verða sýnd listaverk sem sýna íslenska nátttúru út frá hinum ýmsu sjónarhornum listamannanna. "Glöggt er gests augað" enduspeglar þá sýn sem listamennirnir hafa á hina fjölbreyttu náttúru sem hægt er að upplifa í Ólafsfirði. Sýndar verða ljósmyndir, teikningar, málverk, skúlptúrar ofl. Nánari upplýsingar um listamennina (á ensku) er að finna hér. (pdf.skjal)