Viðurkenning til Útsvarsliðs Fjallabyggðar

Útsvarslið Fjallabyggðar
Útsvarslið Fjallabyggðar
Á samkomu sem haldin var í Tjarnarborg í gær og útnefning á bæjarlistamanni Fjallabyggðar fór fram ásamt því sem menningarstyrkir fyrir árið 2014  voru afhentir var jafnframt veitt viðurkenning til Útsvarsliðs Fjallabyggðar. 

Liðið hafa skipað tvo síðustu vetur þau Ámundi Gunnarsson slökkviliðsstjóri, Ásdís Ármannsdóttir sýslumaður og Halldór Þormar Halldórsson starfsmaður sýslumannsembættisins. Ekki má svo gleyma símavininum góða, Jónasi Ragnarssyni.
Hafa þau öll staðið sig virkilega vel og verið sjálfum sér og sveitarfélaginu til sóma. Þátttaka þeirra hefur án efa haft gott auglýsingagildi fyrir sveitarfélagið og er fyrirtækjum sem hafa gefið gjafir í þáttinn jafnframt færðar bestu þakkir fyrir þeirra framlag. 



Sigurður Valur Ásbjarnarson bæjarstóri afhendir Útsvarsliðinu viðurkenningar.


Ólafur Þór Ólafsson deildarsjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs fór yfir framgöngu Útsvarsliðsins.
(Myndir: Gísli Kristinsson)