Viðbygging tekin í notkun

Nýja viðbyggingin
Nýja viðbyggingin
Leikskólinn Leikhólar opnaði formlega í dag eftir sumarfrí. Unnið hefur verið að stækkun leikskólans undanfarið ár og var viðbygging við hann tekin í notkun í dag.

Helstu breytngar sem hafa átt sér stað er að nú er allur matur eldaður á staðnum, það eru  þrjár deildir í stað tveggja og starfsmannaaðstaða hefur batnað til muna. Enn er verið að vinna talsvert í kringum húsið og annar smá frágángur í gangi. Verið að vinna í bílaplaninu fyrir utan leikskólann og verður það stækkað og malbikað á næstu dögum. Einnig verður skipt um girðingu og útisvæði verður stækkað.  

picture_001_640