Páskadagskrá Fjallabyggðar - Viðburðir yfir páska

Fjallabyggð mun gefa út páskadagskrána Páskafjör fyrir páska, líkt og síðustu ár, þar sem taldir verða til viðburðir, opnunartímar verslana, safna, setra, gallería og stofnana, afþreying og önnur þjónusta dagana 11. – 25. apríl nk. Einnig verður gefin út sérstök dagskrá menningar- og listviðburða undir yfirskriftinni Menningardagar í Fjallabyggð þar sem taldir verða sérstaklega og fjallað verður um þá menningar- og listviðburði sem í boði verða þessa daga.

Dagskránni verður dreift í Fjallabyggð, á heimasíðu Fjallabyggðar og á samfélagsmiðlum.

Þeir sem hafa áhuga á að auglýsa viðburð,  opnunartíma, afþreyingu eða annað sem þeir hafa upp á að bjóðadagana 11. – 22. apríl nk. eru beðnir um að hafa samband við Lindu Leu Bogadóttur, markaðs- og menningarfulltrúa, með því að senda póst á lindalea@fjallabyggð eða hringja í síma 464-9100, fyrir miðvikudaginn 20 mars nk.