Viðburðardagatal aðventu

Síðustu ár hefur verið hefð að gefa út aðventudagatal þar sem tilgreidir eru viðburðir í Fjallabyggð yfir jól og áramót. Dagatalinu er dreift í hús fyrir fyrstu helgi í aðventu, sem í ár er síðasta helgin í nóvember. Þeir sem hafa áhuga á því að koma að viðburði í dagatalinu geta gert það með því að senda upplýsingar á Kristinn J. Reimarsson, markaðs- og menningarfulltrúa á netfangið kristinn@fjallabyggd.is fyrir 20. nóvember næstkomandi.