Viðburðardagatal aðventu - frestur framlengdur

Í skoðun er að gefa út viðburðardagatal fyrir aðventu og jól í Fjallabyggð. Allir viðburðir verða settir inn á dagatal á heimasíðu Fjallabyggðar og einnig verður dagatalið prentað og borið í öll hús Fjallabyggðar. 
Þeir sem hafa áhuga á því að koma að viðburði í dagatalið eru vinsamlegast beðnir um að senda upplýsingar á Kristinn J. Reimarsson markaðs- og menningarfulltrúa; netfang: kristinn@fjallabyggd.is  í síðasta lagi miðvikudaginn 19. nóvember.