Uppfærð frétt - Viðburðadagatal vegna 100 ára kaupstaðarafmælis Siglufjarðar 2018

Ertu að skipuleggja viðburð í Fjallabyggð á árinu 2018?

Fjallabyggð mun gefa út dagatal í tengslum við 100 ára kaupstaðarafmæli Siglufjarðar vegna viðburða í Fjallabyggð á árinu 2018. 
Viðburðir gætu t.d. verið tónleikar, sýningar, aðrir menningarviðburðir, gönguferðir, íþróttamót, ráðstefnur, hátíðir o.fl.

Ef þú ert að skipuleggja eða veistu um einn slíkan þá máttu gjarnan koma upplýsingum um viðburðinn til markaðs– og menningarfulltrúa Fjallabyggðar á netfangið lindalea@fjallabyggd.is í síðasta lagi 15. febrúar nk.

Afmælisnefnd 100 ára kaupstaðarafmælis Siglufjarðar