Við erum öll almannavarnir!

Á hádegi í dag þann 31. júlí  taka gildi hertar aðgerðir innanlands og á landamærum vegna COVID-19 sem standa í tvær vikur, út 13. ágúst nk. Ákvörðunin er í samræmi við tillögur sóttvarnalæknis sem heilbrigðisráðherra hefur samþykkt.

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis, sem og Fjallabyggð, brýna fyrir fólki að halda áfram uppteknum hætti um einstaklingsbundnar smitvarnir í ljósi þeirra smita sem eru í samfélaginu.

Við erum öll almannavarnir!