Viðurkenningar fyrir jólaskreytingar

Tækni - og umhverfisnefnd Siglufjarðar hefur veitt viðurkenningar til einstaklinga fyrir jólaskreytingar. Þrenn verðlaun voru veitt að þessu sinni. Helga Hermannsdóttir og Jón Salmannsson, íbúar að Hvanneyrarbraut 59 fengu verðlaun fyrir bestu jólaskreytinguna 2002. Guðný Helgadóttir og Andrés Stefánsson, íbúar að Hverfisgötu 34, fengu viðurkenningu fyrir fallega jólaskreytingu undanfarin ár. Að lokum var svo veitt viðurkenning fyrir frumlega jólaskreytingu og hana hlutu Margrét R Christiansen og Pétur Hlöðversson, íbúar að Suðurgötu 55.