Viðurkenningar fyrir jólaskreytingar.

Til að stuðla að því að bærinn verði fallegar skreyttur jólaljósum hefur Tækni - og umhverfisnefnd Siglufjarðar undanfarin ár veitt viðurkenningar til fyrirtækja og einstaklinga fyrir jólaskreytingar sem setja svip á bæinn.Fyrirtæki og einstaklingar eru hvött að setja upp jólaskreytingar á hús sín tímanlega fyrir jól og stytta svartasta skammdegið. Síðustu daga fyrir jól verða valin þau fyrirtæki og hús sem skarta fallegum og skemmtilegum jólaskreytingum og veitt viðurkenning.Setjum svip á bæinn með fallegum jólaskreytingum.