Sólin stóð kyrr klukkan 10:44 í dag

Vetrarsólstöður
Vetrarsólstöður

Vetrarsólstöður voru á norðurhveli jarðar í dag kl. 10:44.

Þá er halli norðurhvelsins frá sólinni í hámarki, sólin syðst á himinhvolfinu og lægst á lofti. Á morgun tekur daginn að lengja á ný.

Á morg­un nýt­ur sól­ar tveim­ur sek­únd­um leng­ur en í dag en sól­ar­stund­um fjölg­ar hraðar þegar á líður. Nokkru mun­ar milli lands­hluta hve lengi birtu nýt­ur á vetr­ar­sól­stöðum. 

Mitt á milli vor- og haustjafndægranna liggja tveir aðrir mikilvægir staðir eða punktar á sólbaugnum. Þann 20. til 23 desember nær sólin þeim stað á sólbaugnum sem er lengst suður af miðbaug himins. Verða þá vetrarsólstöður sem markar syðstu og lægstu stöðu sólar á himinum. Byrjar þá sólin að hækka á lofti. Sex mánuðum síðar eða þann 20. til 22. júní nær sólin þeim stað á sólbaugnum sem er lengst norður af miðbaug himins. Verða þá sumarsólstöður sem marka nyrstu og hæstu stöðu sólar á himninum. Byrjar þá sólin aftur að lækka á lofti. Breytileiki dagsetningana stafar af því að almanaksárið er ekki jafnlangt árstíðaárinu (Heimild: Sævar Helgi Bragason 2010)