Vetrardagsskemmtun - Tjarnarborg

Samkvæmt dagatalinu er fyrsti vetrardagur nk. laugardag, þann 24. október. Af því tilefni verður dagskrá í Menningarhúsinu Tjarnarborg sem hér segir:

Kl. 14:00 – 17:00 - Kjólar og myndlist:
Anna Þórisdóttir, Hafþór Eggertsson og Sæunn Tamar Ásgeirsdóttir verða með sýningu á verkum sínum og hönnun.

Kl. 20:00 - Létt skemmtun.
Söngur, tónlist og gleði.  Sérstakur gestur Niculaj Fredrik Wamber píanóleikari frá Danmörku.
Guðmundur Jónsson frá Dalvík spilar fyrir gömlu dönsunum frá kl. 21:30 – 23:30

Kl. 23:30 - Frjáls dans dunar fram á nótt.
Kapparnir Gísli Rúnar, Rúnar og Steini,  „svalastir sko“, halda utan um léttu nóturnar frá byrjun kvölds til enda nætur.

Aðgangseyrir að kvöldskemmtun: 1.500 krónur