Vetrardagsskemmtun

Árleg vetrardagsskemmtun verður haldin í Menningarhúsinu Tjarnarborg laugardaginn 25. október nk.
Dagskráin er glæsileg að vanda og mun veitingastaðurinn Höllin Ólafsfirði sjá um matseldina og er óhætt að segja að matseðillinn sé fjölbreyttur þannig að allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

Að loknu borðhaldi verður skemmtun í boði heimamanna en það er hljómsveitin Tröllaskagahraðlestin sem verður með SMOKIE-þema en þá hljómsveit (SMOKIE) og öll hennar lög á vart að þurfa að kynna. Meðal þekktra laga má nefna Needels and Pins, Living next door to Alice, Oh Carol, I'll meet you at midnight og fleiri góð lög. 

Að lokinni skemmtun mun svo Tröllaskagahraðlestin leika fyrir dansi fram eftir nóttu. 

Veislustjóri verður Kristinn J. Reimarsson markaðs- og menningarfulltrúi Fjallabyggðar.

Miðaverð er kr. 8.000 og tekur Anna María Guðlaugsdóttir við miðapöntunum í síma 853 8020 fyrir fimmtudaginn 23. október.