Vetraráætlun Strætó tekur gildi 14. sept.

Vetraráætlun Strætó bs á Vestur- og Norðurlandi tekur gildi sunnudaginn 14. september. 
Litlar breytingar verða frá síðasta vetri, en þeirri tilhögun verður við haldið að leið 57 stöðvi í Staðarskála í hálftíma. Þessu var komið á í sumar og gaf góða raun, segir í tilkynningu frá Strætó. Helstu breytingar samhliða því að vetraráætlun tekur gildi eru þessar: Fyrstu tveimur ferðum á virkum dögum frá Borgarnesi til Reykjavíkur verður flýtt um 5 mínútur á Leið 57. Stoppar vagninn í hálftíma í Staðarskála eins og gert var í sumar og því lagt af stað fyrr frá Akureyri á leiðinni til Reykjavíkur og komið seinna til Akureyrar á leiðinni frá Reykjavík.  
Á sunnudögum fer nú strætó frá Siglufirði kl. 14:00 í stað 10:30.

Með því að smella hér á efri myndina er hægt að nálgast pdf skjal með áætlun Strætó.