Verkfalli tónlistarkennara lokið og kennsla hefst í dag

Vakin er athygli á því að búið er að semja í kjaradeilu tónlistarkennara við sveitarfélögin.  Verkfalli hefur því verið aflétt og hefst því kennsla við Tónskóla Fjallabyggðar í dag, samkvæmt stundaskrá, eftir fimm vikna verkfall.