Verkefnisstjóri Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) með fasta viðveru á Siglufirði

Anna Lind Björnsdóttir verkefnisstjóri Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE), hefur nú fasta viðveru alla mánudaga í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Siglufirði.

Þriðjudaga er föst viðvera á bæjarskrifstofunni á Dalvík og miðvikudaga til föstudaga er föst viðvera á bókasafninu Ólafsfirði.

Íbúar svæðisins eru hvattir til að nýta sér þjónustu ráðgjafa okkar og hafa má samband við Önnu Lind og bóka tíma með tölvupósti (annalind@ssne.is) eða í síma 4645406.