Vel heppnað nuddboltanámskeið á Siglufirði

Heilsueflandi Fjallabyggð bauð íbúum á endurgjaldslaust stutt nuddboltanámskeið í gær í íþróttasal grunnskólans við Norðurgötu. Vel var mætt á námskeiðið og ekki annað að heyra en að þátttakendur væru ánægðir með það.
Annað námskeið er fyrirhugað í Ólafsfirði laugardaginn 7. desember kl. 10:00 í íþróttahúsinu.

Þátttakendur eru beðnir um að skrá sig á námskeiðið. Gott væri að skráning lægi fyrir um hádegi á föstudag 6. desember.

Skráning 

Fréttin frá 25.11.2019