Vel heppnað Nikulásarmót

Um helgina fór fram 17. Nikulásarmótið í knattspyrnu á Ólafsfirði. Þátttökumet var sett og voru skráðir keppendur um 640 talsins (voru rúmlega 500 í fyrra). Mikið líf var í bænum og er áætlað að á milli 2-3 þúsund manns hafi lagt leið sína til Ólafsfjarðar um helgina í tengslum við mótið. Myndir og úrslit helgarinnar má finna á www.nikulas.is