Vel heppnuð leiksýning

Frá sýningunni í Tjarnarborg
Frá sýningunni í Tjarnarborg

Þriðjudaginn 26. apríl stóð Menningarhúsið Tjarnarborg fyrir sýningu fyrir leikskólabörn og nemendur í 1.-4. bekk. Leikhópurinn Lotta mætti á svæðið og flutti söngvasyrpu leikhópsins.
Söngvasyrpa Leikhópsins Lottu hefur heldur betur slegið í gegn á hátíðum af öllum stærðum og gerðum. Syrpan er í raun brot af því besta sem hópurinn hefur gert í gegnum árin og fara nokkrar vel valdar persónur með áhorfendur í smá ævintýraferðalag. Söngvasyrpan er hlaðin frábærum lögum, skemmtilegum Lottu húmor og að sjálfsögðu stuði fyrir allan aldur.
Sýningin heppnaðst mjög vel og voru allar mjög ánægðir með sýninguna og framtak Menningarhússins Tjarnarborgar.