Vel heppnuð hátíðarhöld

Félagar í Leikfélagi Fjallabyggðar
Félagar í Leikfélagi Fjallabyggðar
Veðrið lék heldur betur við íbúa Fjallabyggðar á þjóðhátíðardaginn. Dagskrá var með hefðbundnu sniði. Kl. 11:00 var stutt athöfn við minnisvarða um Sr. Bjarna Þorsteinsson og lagður var blómsveigur á leiðið.
Knattspyrnuleikur yngstu iðkenda fór fram á grasvellinum Ólafsfirði kl. 13:00 og hátíðarhöldin fóru svo við Menningarhúsið Tjarnarborg. Dagskráin endaði á því að opnað var á stærstu vatnsrennibraut á Íslandi og börnum gafst tækifæri á að fara á hestbak. Myndir segja meira en mörg orð og fylgja hér með nokkrar frá hátíðarhöldunum.
Það var fræðslu- og menningarnefnd slökkviliðsins í Ólafsfirði sem sá um skipulagningu dagskrár.


Það var nýstúdentinn, Kristín Gunnþóra Oddsdóttir sem lagði blómsveig að leiði Sr. Bjarna Þorsteinssonar.


Sigurður Valur Ásbjarnarson bæjarstjóri flutti ávarp.


Kirkjukór Siglufjarðar söng við athöfnina.


Hluti af þjóðhátíðargestum sem mættu við athöfnina kl. 11:00


Yngstu iðkendur KF í 7. og 8. flokki öttu kappi á Ólafsfjarðarvelli. Hér eru leikmenn að ganga til leiks.


Frá knattspyrnuleik yngstu iðkenda.


Þessar "fótbolta"-mömmur voru mættar til að styðja við bakið á börnum sínum.


Gunnlaugur J. Magnússon var kynnir á hátíðarhöldunum.


Diljá Helgadóttir var Fjallkonan í ár.


Sigurlaug Helgadóttir söng nokkur lög.


Bæjarlistahópur Fjallabyggðar, Leikfélag Fjallabyggðar söng lög úr fyrri leikritum félagsins og eitt lag úr leikritinum Brúðkaup sem frumsýnt verður næsta haust. 


Ronja Helgadóttir söng eitt lag.


Nadía Sól Huldudóttir söng eitt lag.


Prúðbúnir Þjóðhátíðargestir.


Þjóðhátíðargestir.


Leiktækin vöktu lukku á meðal barnanna.


Hoppukastalarnir vinsælir.


Vatnsrennibrautin var gríðarlega vinsæl.


Ungir sem fullorðnir skemmtu sér konunglega í rennibrautinni.