Vel heppnað Síldarævintýri

Sólin skein á síldarstúlkurnar
Sólin skein á síldarstúlkurnar

Samkvæmt venju var haldið Síldarævintýri á Siglufirði um Verslunarmannahelgina. Þetta var í 26. skipti sem hátíðin er haldin og þrátt fyrir dræma aðsókn tókust hátíðarhöldin mjög vel. Dræma aðsókn má fyrst og fremst skýra með því að veðurspá fyrir Norðurland var ekki góð og svo fór að hitastigið var töluvert meira á Suðurlandinu og fólk því ákveðið að njóta þess. Erfitt er að keppa við sól og hátt í 20 gráður á móti veðurspá með hitastig upp á 6 - 8 gráður. Áætlað er að um 1.000 – 1.500 manns hafi verið á hátíðinni í ár sem er með allra minnsta móti.

En eins og fyrr segir tókust hátíðarhöldin vel og má sjá myndir og myndbönd frá hátíðinni inn á Facebókarsíðu ævintýrisins og eins er fjöldi mynda inn á Flickr-myndsíðu Steingríms Kristinssonar.

Sigurbjörg Svandís Guttormsdóttir 6 ára og Ragnhildur Sigurlaug Guttormsdóttir 9 ára frá Sauðárkróki sigruðu söngvakeppnina.
Sigurbjörg Svandís Guttormsdóttir 6 ára og Ragnhildur Sigurlaug Guttormsdóttir 9 ára frá Sauðárkróki sigruðu söngvakeppnina.