Veiða hákarl á línu á Siglufirði

Þessi hákarl sem þarna er á lyftaragafflinum flæktist í línu eins af bátunum sem lönduðu í gær á Siglufirði. Sporður hákarlsins var svo kirfilega flæktur að erfitt reyndist að losa línuna frá sporð hans án þess að skemma línuna, en tókst þó að lokum og lyftarinn flutti hákarlinn burtu. Frá þessu segir á www.sksiglo.is