Vegna óveðurs

Samkvæmt veðurspá má búast við að óveðrið skelli á Fjallabyggð upp úr kl. 18:00 í dag. Eru íbúar hvattir til að fergja allt lauslegt á lóðum sínum og koma ruslatunnum í gott skjól. Almannavarnir hafa lýst yfir óvissustigi á öllu landinu þannig að það er betra að hafa vaðið fyrir neðan sig og setja öryggið á oddinn þannig að skaðinn verði sem minnstur.