Vatnslaust á Eyrinni

Vegna bilunar á kaldavatnslögn í Eyrargötu á Siglufirði er truflun á rennsli í húsum á Eyrinni.  Unnið er að viðgerð.  Vegna vinnu í Eyrargötu þar sem meðal annars er verið að skipta um kaldavatnslagnir má búast við truflun á rennsli í einhverja daga næstu þrjár vikur.