Varúð – aukin umferð í Ólafsfirði

Byrjað er að keyra efni í snjóflóðavarnargarðana við Hornbrekku. Efnið er flutt á vörubílum frá göngum eftir Aðalgötu og Ægisgötu og upp að Hornbrekku. Reikna má með um 20 – 40 ferðum fram og til baka yfir hvern klukkutíma.

Keyrslan byrjar kl. 8:00 hvern morgun og stendur til 21:00, unnið er alla virka daga og annan hvern laugardag. Reiknað er með að vinnan taki nokkrar vikur. Foreldrar eru beðnir um að brýna fyrir börnum sínum að fara varlega. Hugað verður sérstaklega að öryggi skólabarna þegar skólinn byrjar.