Vampýrur: Kjaftur og klær

Laugardaginn 21. feb. kl. 20.00 verður Úlfhildur Dagsdóttir með fyrirlestur í Alþýðuhúsinu á Siglufirði undir yfirskriftinni; Vampýrur: Kjaftur og klær

Í næstum því tvær aldir hefur vampýran notið ódauðlegra vinsælda í skáldskap og kvikmyndum. Ímynd hennar hefur þó tekið miklum breytingum, svo og hugmyndir okkar um vampýrur. Lengi vel var greifinn Drakúla þekktasta vampýran, en skáldsagan um hann kom fyrst út árið 1897. Lögð verður áhersla á Drakúla og verður sérstaklega fjallað um hvernig hann hefur birst í kvikmyndum. Sýnd verða brot úr nokkrum þekktum Drakúla-myndum, með áherslu á Nosferatu (1922), Dracula (1931) og Bram Stoker’s Dracula (1992).

Fólk er hvatt til að draga fram Vampýruna í sér og mæta í búningi.

Enginn aðgangseyrir, en tekið á móti frjálsum framlögum.  Allir velkomnir.

Fjallabyggð, Menningarráð Eyþings og Fiskbúð Siglufjarðar eru stuðningsaðiar Alþýðuhússins.

Nánari upplýsingar hjá Aðalheiði í síma 865-5091