Val á íþróttamanni ársins 2002

Tilkynnt verður um val á íþróttamanni ársins 2002 sunnudaginn 2. febrúar n.k. kl. 17.00 í Bíósalnum en jafnframt er tilkynnt um val á íþróttamanni ársins í hverri íþróttagrein. Kiwanisklúbburinn Skjöldur hefur valið íþróttamann ársins mörg undanfarin ár og staðið fyrir athöfn af því tilefni þar sem veitingar hafa verið í boði Siglufjarðarkaupstaðar.Eftirfarandi einstaklingar hafa hlotið viðurkenningu sem íþróttamenn ársins frá árinu 1979:1979 Egill Rögnvaldsson1980 Mundína Bjarnadóttir1981 Magnús Eiríksson1982 Guðrún Ólöf Pálsdóttir1983 Guðrún Ólöf Pálsdóttir1984 Ólafur Helgi Valsson1985 Baldur Benonýsson1986 Sölvi Sölvason1987 Ester Ingólfsdóttir1988 Ólafur Þórir Hall1989 Björn Þórðarson1990 Ástþór Sigurðsson1991 Bjarni Jóhannesson1992 Bjarni Jóhannesson1993 Hafliði Hörður Hafliðason1994 Jóhann G. Möller1995 Grétar Sveinsson1996 Helgi Steinar Andrésson1997 Jón Garðar Steingrímsson1998 Jóhann G. Möller1999 Ingvar Steinarsson2000 Ásdís Jóna Sigurjónsdóttir2001 Benedikt ÞorsteinssonAllir eru að sjálfsögðu velkomnir á þessa athöfn og er íþróttaáhugafólk hvatt til þess að mæta.