Útsvar á föstudagskvöld

Annað kvöld mun lið Fjallabyggðar keppa í Útsvari við lið Árborgar. Í liði Fjallabyggðar þetta árið eru nýliðarnir María Leifsdóttir, Halldór Þormar Halldórsson og Ámundi Gunnarsson. Fjallabyggð sendir  þeim baráttukveðjur. Útsending byrjar kl. 20:10 og er um beina útsendingu að ræða eins og endranær.