Útnefning á bæjarlistamanni 2017

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar hefur valið Arnfinnu Björnsdóttur sem bæjarlistamann Fjallabyggðar 2017.

Útnefningin fer fram í Menningarhúsinu Tjarnarborg í Ólafsfirði í dag miðvikudaginn 25. janúar kl. 18:00.

Við sama tilefni verða afhentir menningarstyrkir Fjallabyggðar fyrir árið 2017.

Allir velkomnir.

Markaðs– og menningarnefnd.