Úthlutun byggðakvóta fiskveiðiársins 2006/2007

Fiskistofa hefur nú úthlutað tæplega 82 % þess aflamarks, sem ráðstafað var í byggðakvóta fiskveiðiársins 2006/2007. Úthlutun til einstakra skipa kemur fram í meðfylgjandi töflu . Þeim byggðakvóta sem eftir stendur hefur verið skipt skv. 6. gr. reglugerðar nr. 439/2007, um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2006/2007, með síðari breytingum. Þessi skipting hefur þegar verið póstlögð.