Úthlutun styrkja Fjallabyggðar fyrir árið 2022

Menningar- og fræðslutengdum styrkjum árið 2022 hefur verið úthlutað. Úthlutað er í eftirfarandi flokkum; Styrkir til menningarmála (einstök menningartengd verkefni), styrkir til hátíðarhalda og styrkir til reksturs safna og styrkir til fræðslumála. 

Umsækjendur um styrki hafa fengið tilkynningu um úthlutun á íbúagátt Fjallabyggðar. Þeir sem ekki sóttu um rafrænt fá bréf sent með pósti.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar hefur samþykkt að veita styrki til þessara flokka á árinu 2022 að upphæð kr. 8.935.000.-  Þar af fara kr. 2.700.000.- til einstakra menningartengdra verkefna, kr. 3.050.000.- til hátíðarhalda og kr. 2.950.000.- til reksturs safna og setra og kr. 235.000.- til fræðslumála.

Upplýsingar um heildarstyrki Fjallabyggðar á árinu 2022 verður birtur eftir komandi helgi.