Útboð trygginga fyrir Fjallabyggð

Ríkiskaup auglýstu á sunnudag útboð á Tryggingum fyrir Fjallabyggð og stofnanir sveitarfélagsins.

Auglýsingin er svohljóðandi: 

14660 Tryggingar fyrir Fjallabyggð.
Ríkiskaup, fyrir hönd Fjallabyggðar, óska eftir tilboðum í tryggingar fyrir Fjallabyggð og stofnanir á vegum sveitarfélagsins. Um er að ræða ábyrgðartryggingar vegna atvinnurekstrar, ökutækjatryggingar, tryggingar vegna fasteigna, lausafjártryggingar, launþegatryggingar og nemendatryggingar.
Nánari upplýsingar er að finna í útboðsgögnum, sem eru rafræn og verða aðgengileg á vef Ríkiskaupa, www.rikiskaup.is, miðvikudaginn 10. júní nk.

Opnun tilboða er 22. júní 2009 kl. 11.00 hjá Ríkiskaupum.