Útboð framkvæmda við snjóflóðavarnir við Hornbrekku

Ríkiskaup og Framkvæmdasýsla ríkisins, fyrir hönd Fjallabyggðar, auglýstu á sunnudag útboð á gerð snjóflóðavarnargarðs ofan Hornbrekku.

Auglýsingin er svohljóðandi:

Snjóflóðavarnir Hornbrekku, Ólafsfirði
Framkvæmdasýsla ríkisins, fyrir hönd Fjallabyggðar, óskar eftir tilboðum í framkvæmdir við byggingu snjóflóðavarnargarðs við Hornbrekku í Ólafsfirði.
Framkvæmdin fellst í gerð varnargarðs ofan við Hornbrekku heimili aldraðra í Ólafsfirði. Varnargarðurinn er um 320 m að lengd og um 13 m á hæð þar sem hann er hæstur, heildarefnismagn í garðinum er um 150 þúsund m3. Gert er ráð fyrir að lífrænn jarðvegur og laus jarðlög séu hreinsuð úr stæði garðsins niður á tiltölulega fast skriðuefni. Lífrænan jarðveg og laus jarðlög skal leggja til hliðar á tipp til síðari  notkunar við landmótun við og utan á garðinn samhliða uppbyggingu stoðfyllingar. Gert er ráð fyrir að efni í stoðfyllingu sé tekið af tipp fyrir útakstur á jarðgangaefni úr Héðinsfjarðargöngum vestan við Ósinn í um 2,3 km fjarlægð frá garðinum.
Helstu magntölur eru:
Gröftur og tilfærsla efnis 31.000 m3 (rúmmetrar)
Stoðfylling varnargarðs 115.000 m3
Drenskurðir í garðstæði 650 m
Yfirborðsfrágangur 18.000 m2 (fermetrar)
Göngustígar 2.190 m
Ræsi Þ400-800mm 276 m
Kynningarfundur verður haldinn á verkstað 15. júní kl. 13:00
Verkinu skal vera að fullu lokið eigi síðar en 16. júlí 2010.
Útboðsgögn verða til sýnis og sölu á kr. 3.500 hjá Ríkiskaupum, Borgartúni 7C, 105 Reykjavík frá og með þriðjudeginum 9. júní  2009.
Tilboðin verða opnuð hjá Ríkiskaupum, 23. júní 2009  klukkan 11:00, að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.

Auglýsing Ríkiskaupa