Útboð vegna viðbyggingu við Grunnskólann á Siglufirði.

Fjallabyggð óskar eftir tilboðum í viðbyggingu vegna stækkunar á grunnskólanum við Norðurgötu 10 á Siglufirði. 
Verkið felst í að byggja við núverandi skólahús nýja norðurálmu og minniháttar breytingar i eldra húsnæði vegna tenginga við núverandi skólahús. Viðbyggingin er staðsteypt á tveimur hæðum með stóluðu köldu timburþaki sem er klætt bárustáli. Húsið er einangrað og múrhúðað að innan og múrhúðað og málað að utan. Stærð viðbyggingarinnar er 465 m² og 1752 m³.  
Verkinu skal vera að fullu lokið eigi síðar en 15. ágúst 2014.
Útboðsgögn verða til sýnis og sölu á krónur 5.000 á bæjarskrifstofum Fjallabyggðar, Gránugötu 24, 580 Siglufirði frá og með miðvikudeginum 18. desember 2013. Tilboðin verða opnuð á sama stað föstudaginn 17. janúar 2014 klukkan 14.00 að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.

Auglýsing til útprentunar.