Útboð vegna viðbyggingar við MTR

Húsnæði MTR
Húsnæði MTR

Útboð vegna viðbyggingar við MTR

Fjallabyggð óskar eftir tilboðum í 231m2 viðbyggingu Menntaskólans á Tröllaskaga ásamt breytingum á núverandi húsnæði.

Verktími er frá ágúst 2016 til 1. júlí 2017.
Helstu magntölur eru:
- Útgröftur 600m3
- Mótasmíði veggja 750m²
- Steinsteypa 100m3
- Málning veggja 300m²
- Dúkalögn 170m²
- Múrhúðun utanhúss 210m²

Ósk um afhendingu rafrænna útboðsgagna skal senda á netfangið avh@avh.is og verða þau afhent frá og með 11. júlí n.k.

Tilboð skulu berast í lokuðu umslagi í Ráðhús Fjallabyggðar, Gránugötu 24 Siglufirði, fyrir kl. 14:00 mánudaginn 8. ágúst og verða þá opnuð í viðurvist þeirra bjóðenda sem þess óska.

PDF-skjal.