Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hafin

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna Alþingiskosninga sem fram fara 25. apríl nk. er hafin.  Unnt er að kjósa á skrifstofu sýslumanns að Gránugötu 4-6, Siglufirði og að Ólafsvegi 3, Ólafsfirði á skrifstofutíma eða skv. nánara samkomulagi. Sækja þarf um kosningu í heimahúsi og á stofnunum með hæfilegum fyrirvara. Sýslumaðurinn á Siglufirði  Ásdís Ármannsdóttir