Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna íbúakosningar um Fræðslustefnu Fjallabyggðar

Laugardaginn 31. mars 2018 kl. 13:00 – 16:00 verður hægt að kjósa á 2. hæð í Ráðhúsinu á Siglufirði og Bókasafninu á Ólafsvegi 4, Ólafsfirði.

Frá og með 3. apríl verður hægt að kjósa utan kjörfundar í bókasöfnunum á eftirfarandi tíma, Bókasafnið Siglufirði virka daga frá kl. 9:00 - 12:00 og 13:00 - 17:00.
Bókasafnið Ólafsfirði virka daga frá kl. 9:00 - 12:00 og 13:00 - 17:00.