Uppskeruhátíð Þjóðlagaseturs

Hinn 31. ágúst nk. er að vanda síðasti sumaropnunardagur Þjóðlagasetursins. Fljótlega eftir að hurðinni í aðaldyrum gamla Maðdömuhússins verður skellt í lás mun dyrum Brugghúss Seguls 67 lokið upp fyrir uppskeruhátíð setursins.

Þar munu meðlimir úr Kvæðamannafélaginu Rímu kveða og syngja tvísöngva og Ella Vala Ármannsdóttir og Mathias Spoerry frá Böggvisstöðum flytja velvalda söngva við langspilsundirleik Eyjólfs Eyjólfssonar.

Bar brugghússins verður opinn þar sem gestir geta valið milli nokkurra siglfirskra bjórtegunda en léttar veitingar verða í boði kvæðamannafélagsins.

Ókeypis aðgangur og allir velkomnir!

Viðburðurinn á Facebook