Upplýsingasíða um aðalskipulagstillögu

Upplýsingar um fyrirliggjandi tillögur að nýju aðalskipulagi fyrir Fjallabyggð 2008-2028 eru nú komnar á vefinn. Á síðu um tillögurnar er nú hægt að skoða uppdrætti og lesa greinargerð með aðalskipulagstillögu og umhverfisskýrslu. Þetta eru þau gögn sem hafa verið send umsagnaraðilum sem eiga að skila umsögnum um tillöguna áður en hún er auglýst. Smellið hér eða á hnappinn hér til vinstri til að komast á aðalskipulagssíðuna.