Upplýsingamiðstöð

Á tímabilinu 1. júní til 15. sept. 2011. Sveitarfélagið Fjallabyggð óskar eftir aðila til að reka og hafa umsjón með
upplýsingaþjónustu í Fjallabyggð fyrir ferðafólk.

Tímabilið er frá 1. júní til 15. sept. 2011.
Umsjónaraðili þarf að sjá um og útvega húsnæði fyrir upplýsingamiðstöð.
Skal öll aðkoma vera aðlaðandi fyrir gesti og gangandi og merkt með þjónustumerki upplýsingamiðstöðva.
Tungumálakunnátta starfsfólks og þekking á svæðinu þarf að vera til staðar.
Ferðafólki þarf að bjóðast aðgangur að tölvu, og skulu liggja frammi bæklingar og gögn er upplýsa ferðafólk um það sem svæðið hefur upp á að bjóða, t.d. hvað varðar þjónustu, gönguleiðir, náttúruperlur, söguminjar o.fl. áhugavert.

Áhugasamir sendi póst á fjallabyggd@fjallabyggd.is