Uppfærð aðventudagskrá Fjallabyggðar

Aðventudagskrá Fjallabyggðar hefur nú verið uppfærð hér á vefnum þar sem við hafa bæst nokkrir viðburðir.  Má þar nefna að í dag verður opið hús hjá vinnustofu Sjálfsbjargar, Lækjargötu milli kl. 13:00 - 17:00.
Einnig er opið hús í Iðju í dag milli kl. 13:00 - 16:00.

Á morgun, fimmtudaginn 4. desember verður opið hús í Iðju milli kl. 13:00 - 19:00 en ekki 16:00 líkt og stóð í prentuðu útgáfunni.

Opið hús verður í MTR laugardaginn 13. desember milli kl. 13:00 - 16:00.  Þá verður haustsýning nemenda. Á sýningunni verða myndverk nemenda, ljósmyndir og fjöldinn allur af öðrum verkefnum. Einnig verur hægt að prófa  Oculus Rift búnað skólans og  nemendur í Comeníusar verkefni skólans verða með dagatölin sem þau hafa hannað til sölu, en allur ágóði af sölunni hér og  hinum þáttökulöndunum mun renna í neysluvatnsverkefni í Afríku á vegum Unicef.

Laugardaginn 13. desember milli kl. 20:00 - 22:00 verður einnig miðbæjarstemmning í Ólafsfirði. Jólahúsin opin, gallerý og vinnustofur verða opnar.  Kaffi Klara verður opin og jólamarkaður verður í Tunnunni (gamla björgunarsveitarhúsinu).

Laugardaginn 20. desember verður svo útskrift frá MTR í Ólafsfjarðarkirkju kl. 11:00.

Hátíðarguðsþjónusta í Hornbrekku verður svo kl. 15:45 á jóladag, 25. desember en ekki kl. 15:00 líkt og stóð í prentaðri útgáfu.