Uppbyggingarsjóður Norðurlands eystra (SSNE) auglýsir eftir styrkumsóknum fyrir árið 2022


Uppbyggingarsjóður Norðurlands eystra  auglýsir eftir umsóknum og veitir styrki í eftirfarandi þremur flokkum:

Í takt við sóknaráætlun landshlutans verður lögð sérstök áhersla á verkefni sem snúa að umhverfismálum    
Umsóknarfrestur er til kl. 13:00 miðvikudaginn 10. nóvember 2021  

Vefur uppbyggingasjóðs SSNE

 Praktískar upplýsingar fyrir umsækjendur

Hvað er Uppbygginarsjóður Norðurlands eystra ?

 • Uppbyggingasjóðurinn er samkeppnissjóður sem hefur það hlutverk að styrkja verkefni sem falla að Sóknaráætlun Norðurlands eystra.
 • Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) annast umsýslu sjóðsins í landshlutanum.
 • Sjóðurinn auglýsir opinberlega minnst einu sinni á ári eftir umsóknum um styrki.
 • Sjóðurinn styrkir að jafnaði ekki meira en 50% af heildarkostnaði verkefna.
 • SSNE fylgir verklagsreglum vegna úthlutana úr sjóðnum þar sem meðal annars koma fram hvaða upplýsingar þurfa að liggja fyrir frá umsækjendum, hvað telst styrkhæfur kostnaður og hvaða viðmið gilda við mat verkefna. Þá er einnig hægt að nálgast matsblað sjóðsins hér sem notað er til að meta allar umsóknir. Í verklagsreglum eru upplýsingar um fyrirkomulag vegna útborgunar styrkja og uppgjör verkefna.
 • Stofnanir, opinber hlutafélög og samtök í meirihlutaeigu ríkis eða sveitarfélaga skulu að jafnaði ekki vera leiðandi aðili í verkefnum styrktum af uppbyggingarsjóði hlandshlutans.

 Hvernig verkefni eru styrkhæf ?

Umsækjendum er bent á að kynna sér vel og styrkja þannig umsóknir sínar:

 1. Verklagsreglur sjóðsins.
 2. Áherslur Sóknaráætlunar Norðurlands eystra og tengja þær áherslur við útfærslur á verkefni umsækjanda.
 3. Upplýsingar um mat verkefna.
 • Umsækjendur skulu vera lögráða einstaklingar, félagasamtök, fyrirtæki, stofnanir eða sveitarfélög á Norðurlandi eystra.  
 • Uppbyggingarsjóður styrkir að jafnaði ekki meira en 50% af styrkhæfum heildarkostnaði verkefna.  
 • Verkefnum skal lokið fyrir árslok 2022.  

 Hvar sæki ég um ?

 • Sótt er um á rafrænu umsóknarformi Uppbyggingarsjóðs Norðurlands eystra.
  • Nauðsynlegt er að skráning í umsóknarkerfi sé á auðkenni umsækjanda.
  • Umsóknir fyrir lögaðila (félög og fyrirtæki) þurfa  að vera skráðar á kennitölu viðkomandi. Því er nauðsynlegt að sækja um á íslykli eða rafrænum skilríkjum viðkomandi aðila. 
 • Til aðstoðar er gott að nýta sér þetta skjal við kostnaðargreiningu áður en fyllt er inn í þann hluta umsóknarformsins.
 • Opnað verður fyrir umsóknir þann 4. október og er umsóknarfrestur til kl. 13:00 miðvikudaginn 10. nóvember 2021.

 Hvernig virkar rafræna umsóknarformið ?

 Hér er hægt að horfa á myndband með leiðbeiningum um gerð umsókna.

Rafrænar vinnustofur:
Haldnar verða tvær rafrænar vinnustofur um sjálft umsóknarferlið fyrir styrkumsækjendur
kl. 12:00, þriðjudaginn 12. október
kl. 17:00, fimmtudaginn 21. október

Nauðsynlegt er að skrá þátttöku með því að skrá nafn og netfang hér (ATH! SKRÁNINGARFORM Á LEIÐINNI)

 Hvenær er úthlutað?

 Næsta úthlutun úr sjóðnum verður 21. janúar 2022. Umsóknarfrestur er til kl. 13:00 miðvikudaginn 10. nóvember 2021