Uppbyggingarsjóður Norðurlands eystra auglýsir eftir umsóknum fyrir árið 2019.

Uppbyggingarsjóður Norðurlands eystra auglýsir eftir umsóknum fyrir árið 2019.

Uppbyggingarsjóður er samkeppnissjóður og er hluti af Sóknaráætlun Norðurlands eystra. Sjóðurinn hefur það hlutverk að veita verkefnastyrki til menningarverkefna, atvinnuþróunar og nýsköpunar auk stofn- og rekstrarstyrkja til menningarmála. Sjóðurinn styrkir að jafnaði ekki meira en 50% af heildarkostnaði verkefna.

Opnað verður fyrir umsóknir og umsóknarfrestur er til kl. 12:00 á hádegi, miðvikudaginn 7. nóvember 2018.

ATHUGIÐ! Umsóknir fyrir lögaðila (félög og fyrirtæki) þurfa að vera skráðar á kennitölur viðkomandi. Því er nauðsynlegt að sækja um á Íslykli eða rafrænum skilríkjum viðkomandi aðila.

Sótt er um á rafrænni umsóknargátt sem er á heimasíðu Eyþings www.eything.is