Uppbygging vegar að skógræktinni

Vinna er þegar hafin við lagfæringar og uppbyggingu vegar að Skógrækt Siglufjarðar. Vegurinn verður breikkaður og sett upp nýtt rimlahlið. Ráðgert er að hækkunin verði um einn meter þar sem vegurinn er lægstur. 

Framkvæmdin er styrkt af Vegagerðinni, EBÍ og Landgræðslu ríkisins. Áætluð verklok verða um komandi helgi. 

 

 

Framkvæmdir við skógrækt Siglufjarðar