Uppbygging ferðamannastaða í Fjallabyggð - Fundur í Tjarnarborg 19. mars kl. 17:00

Mynd: Gestur Hansson
Mynd: Gestur Hansson

Fundur með íbúum og áhugasömum um uppbyggingu ferðamannastaða í Fjallabyggð í Tjarnarborg þann 19. mars kl. 17:00 

Árið 2018 var gerð áfangastaðaáætlun fyrir Norðurland, þar sem unnið var stöðumat á ferðaþjónustu á Norðurlandi og forgangsröðun verkefna til næstu þriggja ára.  Nánari upplýsingar um þau verkefni og áfangastaðaáætlunina er hægt að skoða hér

Nú er hins vegar kominn tími á að uppfæra viðkomandi lista og hefur Markaðsstofa Norðurlands óskað eftir því við Fjallabyggð að senda nýjan lista yfir fimm mikilvægustu uppbyggingarverkefni á okkar svæði til næstu 2 ára.

Í ljósi þessa hefur Fjallabyggð ákveðið að boða til fundar með öllum sem áhuga hafa á uppbyggingu ferðamannastaða í Fjallabyggð. Hugmyndin er að rýna svæðið, finna hvar þörfin er brýnust og búa til fimm uppbyggingarverkefni  í Fjallabyggð til næstu tveggja ára. Verkefnin verða send inn í  Áfangastaðaáætlun Norðurlands (DMP), Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða.

Fundurinn verður haldinn í Tjarnarborg 19. mars 2020 og hefst kl. 17:00 og er opinn öllum sem láta sér málefnið varða.

Nánari upplýsingar veitir Linda Lea Bogadóttir, markaðs- og menningarfulltrúi í síma 464-9100 eða á netfangið lindalea@fjallabyggd.is