Ungmennaráð Fjallabyggðar

Óskað er eftir tilnefningum í ungmennaráð Fjallabyggðar.

Ungmennaráð Fjallabyggðar er ráðgefandi um málefni er tengjast ungu fólki á aldrinum 14 til 25 ára. Samkvæmt 7. grein ísamþykkt um ungmennaráð Fjallabyggðar skal skipaður einn fulltrúi og einn til vara frá frjálsum félagasamtökum. UÍF sér um tilnefninguna og er öllum félagsamtökum heimilt að tilnefnda, þó þau séu ekki hluti af Héraðssambandinu. Gert er ráð fyrir að fulltrúi félagasamtaka sé á aldrinum 16-25 ára.

Tilnefningum skal skilað til UÍF fyrir 20. september nk. á netfangið uif@uif.is

7. greinin:

Bæjarstjórn óskar eftir að eftirfarandi stofnanir tilnefni árlega samtals fimm fulltrúa í ungmennaráðið og fimm til vara. Tilnefningin eigi sér stað fyrir 20. september ár hvert.

·         Tveir fulltrúar úr 9. eða 10. bekk Grunnskóla Fjallabyggðar og tveir til vara. Fulltrúi nemenda skólans verði valinn með almennri kosningu nemenda.

·         Tveir fulltrúar úr Menntaskólanum á Tröllaskaga og tveir til vara. Fulltrúar  nemenda skólans verði valdir með almennri kosningu nemenda.

·         Einn fulltrúi frá frjálsum félagasamtökum í sveitarfélaginu og einn til vara. Sveitarfélagið mun leita til UÍF og óska eftir sameiginlegri tilnefningu þeirra. UÍF getur leitað til annarra félagasamtaka innan Fjallabyggðar en þeirra sem eru undir Héraðssambandinu.

Hér má finna samþykktina í heild