Ungmenna og íþróttasamband Fjallabyggðar

Íþróttabandalag Siglufjarðar og Ungmenna- og íþróttasamband Ólafsfjarðar hafa verið sameinuð í Ungmenna- og íþróttasamband Fjallabyggðar. Skammstafir hins nýja félags er UÍF en tilgangur þess er meðal annars að vinna að eflingu, samræmingu og skipulagningu íþróttastarfsemi í Fjallabyggð. Starfsstjórn var kosin til eins árs og er hún svo skipuð; Formaður er Guðný Helgadóttir en aðrir í stjórn eru Jón Konráðsson, Þórarinn Hannesson, Guðmundur Garðarsson, Björn Þór Ólafsson, Gíslína Salmannsdóttir og Hlynur Guðmundsson.