Unglingar vilja borða oftar með fjölskyldunni

Forvarnardagurinn var haldinn í þriðja sinn 6. nóvember sl. Niðurstöður sem unnar voru úr svörum nemenda 9. bekkjar sýna þeirra sýn á hvað virkar best sem forvörn. Ein spurning var t.d.; "hvað myndir þú vilja gera oftar með fjölskyldunni" og var algengasta svarið "að borða saman".

Börnin okkar eru því að leita eftir samveru með foreldrum og er því tímabært að foreldrar taki sig á og hlusti á raddir barnanna. Börnin virðast ekki vera að kalla eftir því að keypt sé handa þeim flott dót eða gjafir. Þau vilja hreinlega vera meira með fjölskyldunni og það er besta forvörnin sem við getum veitt, það er samvera með börnunum okkar.

Ég hvet foreldra til að kynna sér þessa skýrslu því oft eru óskir barnanna eitthvað sem er mjög auðvelt að verða við og kostar alls ekki mikinn pening, ef einhvern.
Skýrslan:
http://www.samband.is/throunar-og-althjodasvid/throunar-og-althjodasvid/frettir/nr/1515/

Skýrsluni verður svo dreift til allra barna/foreldra í 9. bekk grunnskóla í Fjallabyggð, (og reyndar um mest allt land)

Almennar upplýsingar um forvarnardaginn:

Forvarnardagurinn, sem haldinn er að frumkvæði forseta Íslands í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga, Ungmennafélags Íslands, Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Bandalag skáta, Reykjavíkurborgar o.fl., var haldinn í þriðja sinn 6. nóvember 2008. Að venju fólst dagskráin í verkefnavinnu í öllum 9. bekkjum landsins með það að markmiði að fá skoðanir unglinganna sjálfra á því hvað hvetur þá til heilsusamlegs lífernis, uppbyggilegra tómstunda og er líklegt til þess að forða þeim frá vímuefnaneyslu. Skýrsla með helstu niðurstöðum er nú komin út og hefur verið send til allra sveitarfélaga. Sjá nánar

Gísli Rúnar Gylfason
Íþrótta- og tómstundafulltrúi